Dómurinn er mjög stór áfangi

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

„Það þarf ekkert að ræða það hversu mikilvægt þetta er. Þessi dómur er gríðarlega stór áfangi fyrir landið því öll okkar úrvinnsla hefur tekið mið af þeim," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýfallinn dóm Hæstaréttar um neyðarlögin. Þau halda gildi sínu.

Steingrímur segir að hann hafi ekki átt von á neinu öðru en að neyðarlögin fengju að halda gildi sínu. „Mér fannst það fjarlægur möguleiki að þau ósköp færu að gerast að fótunum yrði kippt undan öllu. Enda tel ég að réttur stjórnvalda til að grípa til einhverskonar slíkra neyðarráðstafana til að verja hagkerfið hljóti að vera mjög sterkur. En það er mjög ánægjulegt að þetta bætist við önnur góð tíðindi."

Samkvæmt þessum dómi verður því  hægt að byrja að greiða tryggingarsjóðum breskra og hollenskra innistæðueigenda út úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave-reikninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert