Evran hefði ekki bjargað

Paul Krugman á ráðstefnunni í Hörpu.
Paul Krugman á ráðstefnunni í Hörpu.

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman sagði örðugt að sjá hvernig upptaka evrunnar hefði átt að bjarga einhverju í kjölfar kreppunnar en Íslendingar hefðu notið sveigjanleika krónunnar við að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

Krugman var einn ræðumanna á ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðgjaldeyrissjóðins í Hörpu en þar var fjallað um hvaða lærdóm megi draga af efnahagskreppunni og verkefnin framundan.

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, hvetur hins vegar Íslendinga til að taka upp evruna á meðan Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times, tekur undir með Krugman og hvetur Íslendinga til að hugsa vandlega um evruna. „Ef þið farið á evrusvæðið eruð þið að ganga í Þýskaland.“

Joseph Stiglitz, prófessor við Columbia-háskóla, kom hins vegar inn á niðurskurð stjórnvalda í kjölfar hruns og taldi hann óþarflega mikinn. Ísland hafi hins vegar gert rétt í Icesave-málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert