Neyðarlögin gilda

Lögmenn á leið inn í réttarsal Hæstaréttar í dag.
Lögmenn á leið inn í réttarsal Hæstaréttar í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hæstiréttur hefur staðfest að neyðarlögin svokölluðu, sem kváðu á um forgang innstæðna í þrotabú fjármálastofnana, haldi gildi. Neyðarlögin voru sett í október 2008.

Samkvæmt þessu verður hægt að byrja að greiða tryggingarsjóðum breskra og hollenskra innistæðueigenda út úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave-reikninganna. Skilanefnd Landsbankans hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 vegna málsins.

Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest, kom fram að ekki hafi verið sýnt fram á, að neyðarlögin séu í andstöðu við íslensku stjórnarskrána, mannréttindasáttmála Evrópu eða EES-samninginn.

Héraðsdómur taldi, að með setningu neyðarlaganna svonefndu í október 2008 hafi verið stefnt að lögmætu markmiði, að forða ríkinu frá yfirvofandi greiðsluþroti og samfélaginu frá efnahagshruni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka