Skólarnir taka ekki þátt í Degi gegn einelti

Marta Guðjónsdóttir.
Marta Guðjónsdóttir.

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar segir það vekja furðu að skóla- og frístundasvið borgarinnar hafi ákveðið að taka ekki þátt í Degi gegn einelti hinn 8. nóvember næstkomandi, en sú ákvörðun hafi hvorki komið til umræðu í mannréttindaráði né skóla- og frístundaráði.

Þetta kemur fram í bókun frá fundi ráðsins síðastliðinn þriðjudag.

Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem upphaflega samþykkti á fundi 3. nóvember 2009 að efna til sérstaks átaks gegn einelti og að ákveðinn dagur yrði helgaður verkefninu á ári hverju, en mannréttindaráði var falið að gera tillögur um útfærslu verkefnisins í samráði við menntaráð og leikskólaráð.

Marta Guðjónsdóttir, sem flutti tillöguna fyrir borgarstjórn á sínum tíma og situr nú í skóla- og frístundaráði, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag einkennilegt að ákveðið hafi verið að ganga gegn samþykkt borgarstjórnar með þessum hætti. Ekkert samráð hafi átt sér stað eins og gert sé ráð fyrir í samþykkt borgarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert