Bókun byggð á misskilningi

Margrét Sverrisdóttir er formaður mannréttindaráðs
Margrét Sverrisdóttir er formaður mannréttindaráðs mbl.is

Bókun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að skóla- og frístundasvið borgarinnar hafi ákveðið að taka ekki þátt í Degi gegn einelti hinn 8. nóvember næstkomandi er byggð á misskilningi.  Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanni mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

„Í bókun mannréttindaráðs frá þriðjudeginum 25. október s.l. kemur fram að Skóla- og frístundasvið muni ekki  taka þátt í árlegum degi gegn einelti sem haldinn verður 8. nóvember n.k.

Í ljós hefur komið að umrædd bókun er á misskilningi byggð því Skóla- og frístundasvið ætlar að taka þátt í degi gegn einelti 8. nóvember eins og önnur svið og stofnanir borgarinnar.

Beðið er velvirðingar á þessum misskilningi.

Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs."

Frétt um málið síðan á laugardag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert