Kærir Landsbanka fyrir þjófnað

Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson.
Eigendur Úti og inni, Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson. mbl.is/Kristján

Agnes Arnardóttir, annar eigandi verslunarinnar Úti og inni á Akureyri, lagði í morgun inn kæru á hendur Landsbankanum hjá sýslumanninum á Akureyri. Hún kærir bankann fyrir þjófnað.

Hún kvaðst styðja kæruna þeim rökum að hún og maðurinn hennar, Jóhannes Sigursveinsson, sem eiga verslunina, hafi fengið lánalínu hjá Landsbankanum upp á 80 milljónir króna árið 2007 vegna byggingar verslunarhúsnæðis. „Ég fékk ákveðna upphæð lánaða og er búin að borga af henni og taldi mig skulda ákveðna upphæð eftir það. Þeir krefja mig um tugi milljóna fram yfir það og það tel ég vera þjófnað,“ sagði Agnes.

Búið er að borga um 24 milljónir af láninu og það stendur nú í rúmlega 128 milljónum króna, að mati bankans. Agnes sagði að þeim hafi verið boðinn einhver afsláttur af láninu þannig að þau ættu eftir að borga í kringum 100 milljónir.

Hefur ekkert fengið afskrifað

„Ég er ekki sátt við þetta. Bankinn segir að þetta sé sama og hann bjóði öllum hinum. Ég veit að það er ekki svo. Samkeppnisaðili okkar Húsasmiðjan fékk afskrifaðar þúsundir milljóna en bankinn hefur ekki afskrifað neitt hjá mér,“ sagði Agnes.

Hún sagði að Landsbankinn hefði tekið Húsasmiðjuna yfir og haldið áfram að reka hana. Á því tímabili hafi Húsasmiðjan tapað um 880 milljónum. Svo hafi hún verið seld Framtakssjóðnum í gegnum Vestia. Á því tímabili hafi um þúsund milljónir verið lagðar í fyrirtækið í viðbót.

Síðan hafi fyrirtækið tapað um 300 milljónum. Nú sé Húsasmiðjan í söluferli og Landsbankinn sjái um það. „Við erum í beinni samkeppni við þá,“ sagði Agnes.

Gengistryggð lán eins og Agnes tók hafa verið dæmd ólögleg, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, að hennar sögn. Hún sagði að síðast hafi gengið dómur í svonefndu Mótormax máli og að lánasamningur hennar hafi verið sambærilegur við þann samning.

„Ég hef fengið fjóra lögfræðinga til að skoða þetta og þeir segja allir að þetta sé samskonar samningur,“ sagði Agnes.

Þvinguð til að setja aukin veð

Byggingin var komin vel á veg þegar allt hrundi. Þá var búið að draga um 50 milljónir á lánalínuna sem upp á 80 milljónir. „Við fengum viðbót af lánalínunni eftir hrun og vorum þvinguð til að leggja íbúðarhúsið okkar undir ásamt því að fá veð frá utanaðkomandi aðila til að fylla upp í loforðið sem var upphaflega í lánalínunni,“ sagði Agnes.

Hún sagði að lögfræðingar segi þetta jafngilda veðkalli. Þetta hafi þau látið yfir sig ganga og talið að þau gætu ekki annað.

„Við vorum með fullt hús af iðnaðarmönnum og gátum ekki hugsað okkur að láta þá tapa vinnulaunum sínum. Eins vorum við búin að selja frá okkur tvö bil og gátum ekki hugsað okkur að það fólk myndi tapa sínu. Þess vegna samþykktum við þennan gjörning,“ sagði Agnes.

Hún sagði að þau hefðu hugsað sér að þau gætu reynt að semja um þetta ef það félli dómur í sambærilegu máli. Það virðist ekki vera hægt því bankinn vilji ekki semja. „Þeir segjast ekki vera búnir að taka afstöðu til þess hvort þetta lán sé löglegt eða ekki,“ sagði Agnes. Hún sagðist spyrja sig hvort þess þurfi þegar dómstólar séu búnir að dæma lánin ólögleg.

Eru í fáránlegri stöðu

„Þetta er fáránleg staða sem við erum í og ekki bara við,“ sagði Agnes. „Það eru margir í sömu stöðu. Ég vildi óska þess að fleiri taki upp á því sama og ég til að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að þeir geti ekki komið svona fram.“

Agnes og maður hennar eru ein eftir af starfsfólki búðarinnar. Agnes segir að þau geti ekki borgað sér laun út úr rekstrinum og hafi skipst á að fara til Noregs í vinnu til þess að hafa einhverjar tekjur og geta haldið baráttunni áfram.

Agnes sagðist ekki vita hvert framhaldið verði. „Við erum lítið fyrirtæki og eigum engan pening. Bankinn er að verða búinn að eyðileggja fyrirtækið okkar. Ég get ekki varist. Ég hef ekki ráð á lögfræðingi,“ sagði Agnes. „Ég ætla sjá hvort við fáum einhverja samstöðu um að höfða mál gegn bankanum. Til þess þarf ég lögfræðing og einhverja fjármuni til að borga honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Ráðherra gaf Íslendingasögurnar

16:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Meira »

Árið hlýtt og hagstætt

16:20 Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari ársins 2017, sem gefin var út í morgun. Febrúar og maí voru óvenjuhlýir og sömu sögu er að segja um haustið, sem var milt. Meira »

Nálgunarbann fyrir svívirðingar

16:12 Konu hefur verið gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sínum, en úrskurður héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti í gær. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra. Stendur fólkið nú í forræðisdeilu. Meira »

Ekki samið um fráfall sakargifta

16:01 Grímur Grímsson bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í dag. Hann sagðist ekki telja það rétt að lögregla hefði hlustað á símtöl verjanda og sakbornings í málinu. Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, sagðist alltaf hafa talið Glitni vera með viðskiptavakt með eigin bréfum. Meira »

Frítt inn fyrir Ásmunda

15:52 Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, ætlar Listasafn Reykjavíkur að bjóða öllum sem heita Ásmundur að heimsækja Ásmundarsafn endurgjaldslaust á þessu ári ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Vilja yfirmat á verðmæti Geysissvæðis

14:35 Ríkissjóður hefur farið fram á að unnið verði yfirmat á verðmæti lands á Geysissvæðinu sem ríkið keypti af sameigendum sínum árið 2016. Matið verður bindandi fyrir báða aðila kaupsamningsins. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 1.113 milljónir fyrir spilduna. Meira »

Gunnar Atli nýr aðstoðarmaður Kristjáns

15:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Meira »

Innbrotum í einbýlishús fjölgar

14:26 Innbrotum í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Kópavogi og Garðabæ, hefur fjölgað töluvert frá miðjum desember og fram í janúar. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrot eru framin á daginn og skartgripum og peningum stolið en önnur verðmæti látin ósnert. Meira »

Fær þrjár vikur til að endurskoða kjararáð

13:52 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Hann skal vinna hratt að tillögum um úrbætur. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

13:18 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...