Bil á milli bíla sé hæfilegt

Gísli Níls Einarsson, forvarnafulltrúi VÍS, og Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó …
Gísli Níls Einarsson, forvarnafulltrúi VÍS, og Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., leggja áherslu á að halda hæfilegu bili á milli bíla.

Strætó bs. og VÍS standa fyrir Öryggisdögum næsta mánuðinn. Fram kemur í tilkynningu að átakið miði að því að fækka slysum í umferðinni og auka öryggi vegfarenda.

Verður sérstaklega hugað að því að vagnstjórar haldi hæfilegu bili á milli bíla og fækki með því aftanákeyrslum sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu.

Átakið, sem hefst í dag og stendur út nóvember, er liður í forvarnaverkefni sem Strætó bs. og VÍS hafa unnið að saman frá ársbyrjun 2008 og hefur leitt til nær helmings fækkunar umferðaróhappa hjá Strætó bs.

Nánar á vef VÍS og Strætó.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert