Hafródeilan í hnút

Hafrannsóknaskipin liggja í höfn.
Hafrannsóknaskipin liggja í höfn. mbl.is/Þorkell

Ekkert þokaðist á fundi um kjör undirmanna á rannsóknarskipum Hafrannsóknastofnunar hjá ríkissáttarsemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus.

Birgir Hólm Björgvinsson, fulltrúi í samninganefnd Sjómannafélags Íslands, sem fer með kjör undirmanna Hafró, segir mikið bera í milli. „Við ræddum saman lauslega en það var ekki neitt. Þetta er eiginlega á sama stað,“ segir Birgir.

Verkfall hefur staðið í rúman mánuð. Sjómennirnir hafa verið án kjarasamnings í um þrjú ár og snúast kröfur þeirra um allt að 50% hækkun launa þegar allt er talið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert