Steinolían verður skattlögð

Hægt er að dæla steinolíu beint á díselbíla á mörgum …
Hægt er að dæla steinolíu beint á díselbíla á mörgum bensínstöðvum. mbl.is

Í  frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum er m.a. lagt til að steinolía verði skattlögð eins og gas- og dísilolía. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.:

„Í kjölfar hækkandi eldsneytisverðs hefur borið á því að steinolía sé í auknum mæli notuð á ökutæki. Þannig hefur sala á steinolíu margfaldast á undanförnum árum. Á árinu 2005 voru rúmlega 118 þús. lítrar seldir af steinolíu, en árið 2010 var salan komin upp í rúmlega 1,1 milljón lítra.

Milli áranna 2007 og 2008 jókst salan sem dæmi úr 211 þús. lítrum í 930 þús. lítra. Áætlað er að tap ríkissjóðs vegna notkunar steinolíu á ökutæki nemi a.m.k. 60 millj. kr. á ári.

   Þessi þróun er fyrst og fremst ástæða þess að í frumvarpinu er að finna tillögu um að olíugjald verði lagt á steinolíu með sama hætti og gjald er lagt á gas- og dísilolíu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert