Hafa ekki áhyggjur af farminum

Alma við bryggju í Fáskrúðsfirði.
Alma við bryggju í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Um 1200 tonn af frystum fiski er um borð í Ölmu, sem er nú við bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið lestaði fiskinum í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði síðustu daga og var á leið þaðan með farminn til Pétursborgar. Skipið er skráð á Kýpur en Nesskip er umboðsaðli fyrir það hér á landi. Garðar Jóhannsson framkvæmdastjóri Nesskip segir að engar áhyggjur þurfi að hafa af frysta fiskinum um borð. „Þetta er frystiskip. Fiskurinn er í fullu frosti um borð og það þarf ekki að hafa áhyggjur af því," segir Garðar.

Verið er að kafa við skipið núna og verður ákvörðun um framhaldið tekin í kjölfarið. „Það er talið að skipið hafi misst stýrið en menn vita það ekki alveg fyrir víst. Þess vegna erum við að láta kafa við það núna til þess að menn geti áttað sig á því hvort stýrið er þarna eða ekki. Þetta er allt frekar óljóst, köfunin er fyrsta skref til að meta stöðuna og síðan taka menn ákvörðun í framhaldi af því nú eftir helgina, hvort þurfi að losa farminn úr skipinu yfir í annað skip eða ekki." segir Garðar. „Skipið og farmurinn er bara þarna og hvorugt í nokkurri hættu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert