Styrkja vökudeildina um 12 milljónir

Tækin eru þegar komin í notkun á deildinni. Myndin er …
Tækin eru þegar komin í notkun á deildinni. Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Kvenfélagið Hringurinn styrkti nýlega vökudeild Barnaspítala Hringsins til kaupa á tækjum og búnaði að heildarvirði tæplega 12 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningu að tækin séu öll komin í notkun á deildinni og nýtist vel við meðferð yngstu barnanna á spítalanum.

„Eins og kunnugt er hefur Hringurinn kvenfélag margoft stutt Barnaspítalann til tækjakaupa og er stuðningur félagsins ómetanlegur, því úr litlu sem engu er að spila til tækjakaupa á Landspítala vegna takmarkaðra fjárframlaga,“ segir í tilkynningu frá spítalanum.

Á morgun þriðjudag mun stjórn Hringsins heimsækja vökudeild Barnaspítalans til að afhenda gjafirnar formlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina