10% hafa ekki fengið hækkun

Málmur soðinn.
Málmur soðinn.

Um 10% félagsmanna í Eflingu segjast ekki hafa fengið launahækkun þrátt fyrir að gerður hafi verið kjarasamningur fyrr á þessu ári.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að hlutfallið sé hæst hjá fiskvinnslufólki, en þar hafi umsamdar bónusgreiðslur ekki skilað sér. Félagið hafi þegar brugðist við þessum upplýsingum og sent bréf til fiskvinnslufyrirtækja.

Capacent gerir árlega könnun fyrir Eflingu meðal félagsmanna sem hafa verið í félaginu í eitt ár eða lengur. Spurt er um ýmislegt sem varðar kjör fólks. Verið er að fara yfir niðurstöðurnar.

Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar, segir að samkvæmt könnuninni segist 12% karla og 8% kvenna ekki hafa fengið neinar hækkanir í síðustu kjarasamningum. Þetta sé hærra hlutfall en félagið hafi áður séð í könnun sem það hefur látið gera. Hún segir að hæst sé hlutfallið hjá þeim sem standi í iðnaði, en fiskvinnslufólk flokkast þar undir. Þar segja 14% svarenda að þeir hafi ekki fengið hækkun. Hlutfallið sé einnig hátt meðal bílstjóra, en það sé alveg í samræmi við það sem Efling sjái í sínu bókhaldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert