Ók vespu inni og sló kennarann

mbl.is

Nemandi í grunnskóla í Reykjavík sló kennara við skólann í dag þegar kennarinn og umsjónarmaður skólans reyndu að koma í veg fyrir að hann æki rafmagnsvespu inni í skólabyggingunni.

Atvikið átti sér stað í hádeginu og bar að með þeim hætti að nemandinn, 14 ára piltur, hafði tekið upp á því að aka vespunni inn í anddyri skólans. Þegar kennarinn og umsjónarmaðurinn reyndu að stöðva hann, sló hann nokkrum sinnum til kennarans.

Atvikið var tilkynnt til lögreglu sem segir rafmagnsvespurnar varasamar. Þær flokkist sem reiðhjól en geti farið upp í 25 km hraða og ekki séu aldurstakmarkanir í gildi um hver megi aka þeim.

mbl.is