Ríkið hirðir 90% af tindavodka

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ríkissjóður tekur til sín 90% af verði Tindavodka, sem Ölgerðin framleiðir. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að veitingahús sem Ölgerðin skiptir við hafi verið boðin ódýr spíri. Fyrirtækið sé því komið í samkeppni við heimabrugg, þökk sé skattastefnu stjórnvalda.

Andri segir að dæmi séu um að skattahækkanir hafi leitt til þess að tekjur ríkissjóðs hafi minnkað. Skattlagning á sterku áfengi sé skýrt dæmi um það. Nú fari 90% af verði Tindavodka til ríkissjóðs. Af verði bjórs fari 68% til ríkissjóðs. Samdráttur í sölu á vodka sé 36% á síðustu árum.

Andri segir að þessi stefna hafi stuðlað að auknu heimabruggi og veitingahúsum sé nú boðinn spíri á broti á því verði sem skattlagður vodki kosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert