Gölluð gatnamót auka hættuna

Nokkur gatnamót í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu eru óhentug og varasöm fyrir hjólreiðamenn en í mörgum tilvikum væri hægt að laga þau verulega, oft með litlum tilkostnaði.

 Gallana í hönnun þessara gatnamóta má oftar en ekki rekja til þess að þau voru gerð fyrir bíla og að hluta til fyrir gangandi vegfarendur. Ekkert virðist hafa verið hugsað um að einhverjum kynni að detta í hug að hjóla.

Mikil fjölgun hjólreiðamanna að undanförnu hlýtur að kalla á viðbrögð af hálfu sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg er meðal þeirra sveitarfélaga sem eru vel meðvituð um þessa þróun og hefur látið vinna metnaðarfulla hjólreiðaáætlun en fé hefur skort til að hrinda henni í framkvæmd. Einnig hefur borgin látið útbúa leiðbeiningar um hvernig eigi að hanna umferðarmannvirki þannig að þau henti fyrir hjólandi umferð og því ættu óþarflega óhentug gatnamót að heyra sögunni til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert