Lést af völdum ofkælingar

Leitin á Sólheimajökli er eitt af stærri verkefnum björgunarsveitanna á …
Leitin á Sólheimajökli er eitt af stærri verkefnum björgunarsveitanna á síðari árum. Um 500 björgunarsveitarmenn og margir aðrir lögðu lið. mbl.is/Jónas

„Við skiljum ekki hve langt upp á jökulinn maðurinn náði miðað við hve vanbúinn hann var. Reyndir björgunarsveitarmenn ættu erfitt með að fikra sig inni á jökli væru þeir ekki með góðan búnað.“

Þetta segir Hilmar Már Aðalsteinsson í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hann var í hópi þeirra björgunarmanna sem fundu sænska ferðamanninn Daniel Markus Hoij látinn á Sólheimajökli í Mýrdal um hádegisbil á laugardag. Hans hafði verið leitað frá miðvikudagskvöldi.

Björgunarsveitin kom að Hoij í mjórri sprungu í um það bil 600 metra hæð. Átti hann af aðstæðum að dæma engan möguleika á að vega sig upp úr henni. Nýfallinn snjór var í sprungunni og lítur út fyrir að Hoij hafi ofkælst og látist af þeim sökum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Leitin að Hoij er eitt af stærri verkefnum björgunarsveitanna í landinu síðari árin. Alls um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt verkefninu og á laugardagsmorgun voru um 300 manns á vettvangi. Þar af voru um 80 manns á jöklinum.

Daniel Markus Hoij.
Daniel Markus Hoij.
Björgunarmenn við leit á Sólheimajökli.
Björgunarmenn við leit á Sólheimajökli. mbl.is/Kristinn Óafsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert