Vilja stofna þjóðgarð á miðhálendinu
Í sameiginlegri umsögn 13 félagasamtaka um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) er lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyrir framsýni og áræðni í umhverfismálum, eins og segir í umsögninni.
Þeir sem standa að umsögninni stóðu nýlega fyrir skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir þau náttúruverndarsamtökin. 56% aðspurðra voru hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu. „Fyrsta skrefinu að stofnun miðhálendisþjóðgarðs er þegar náð með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Næsta skref væri tenging hans við fyrirhugaðan Hofsjökulsþjóðgarð og síðan myndu fleiri svæði fylgja í kjölfarið.
Sú niðurstaða að virkjanahugmyndir á landsvæðum sem nú þegar njóta friðlýsingar hafi ekki verið teknar með í drögum að þingsályktunartillögunni er mikill sigur fyrir náttúruvernd. Um er að ræða dýrmæt svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs og Friðlands að Fjallabaki.
Jafnframt telja samtökin afar mikilsvert að tillagan geri ráð fyrir að dýrmæt náttúruverndarsvæði eins og Þjórsárver, Jökulsá á Fjöllum, efsti hluti Tungnaár, Markarfljót, Djúpá og Hólmsá, Kerlingarfjöll, hluta Hengilssvæðisins (Bitra og Grændalur), Geysir og Gjástykki, auk annarra, verði sett í verndarflokk. Nýlega var Langisjór friðlýstur sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Sterk rök hníga að því að stofnaður verði eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesskaga og því er lagt til að ákveðnar virkjunarhugmyndir á svæðinu færist í verndarflokk. Ekki ólíkt miðhálendi Íslands er Reykjanesskagi einstakt svæði á heimsvísu og verðmæti þess ekki síst mikið vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Þá leggja samtökin áherslu á að færa allar virkjunarhugmyndir í Skaftárhreppi í verndarflokk vegna einstakrar jarðfræði, náttúru og víðerna svæðisins.
Tillögur félagasamtakanna fela í sér nokkrar tilfærslur á virkjunarhugmyndum í bið- og verndarflokk. Samtökin benda á að vert er að fara hægt í frekari orkunýtingu. Orkunýting felur iðulega í sér óafturkræf áhrif á náttúru landsins og því mikilvægt að fara sér hægt, sérlega þar sem óvissa ríkir um umhverfisleg, samfélagsleg og heilsufarsleg áhrif. Samtökin minna einnig á að þegar hafi verið ráðist í margar virkjanir með miklum áhrifum á náttúru landsins. Auk þess er árleg þörf á raforkuframleiðslu til
almennrar notkunar einungis rúmlega 50 GWh2 á ári, en þeirri þörf má auðveldlega sinna með stórauknum orkusparnaði og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir í fréttatilkynningu.
Bloggað um fréttina
-
Ómar Ragnarsson: "Öfga"-söngurinn strax byrjaður.
-
Sigurjón Sveinsson: Þau vilja stöðva ALLAR virkjanir
Innlent »
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Þorskurinn nánast uppi í fjöru“
- „Það er allt lagt í þetta“
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn
- „Boltinn er bara alls staðar“
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675
- Pompeo mættur til Íslands
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Stilla saman strengi fyrir fund
- Lax enn fluttur inn
- Endurnýja 221 vegvísi í Heiðmörk
- Sækja kolmunna um langan veg
- Hæglætisveður og él víða um land
- Reyndu að flýja á hlaupum
- SGS fékk sambærilegt tilboð
- Ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta
- Börn geta ekki beðið eftir stefnu
- Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu
- Efling leggur fram gagntilboð
Fimmtudagur, 14.2.2019
- Árekstrar, ölvun, rán og hálkuslys
- Umferðartafir vegna heimsóknar Pompeo
- Segir einhverja hljóta að vita meira
- Hafsteinn í konungsríki himbrimans
- Gerir alvarlegar athugasemdir
- Fjórir fluttir með þyrlu á spítala
- Hótaði að skera mann á háls
- Ekkert ákveðið með íbúakosningar
- Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum
- Kennarasambandið flytur í Borgartún
- Gögnin aðgengileg en samt ekki
- Innkalla kreisti-fígúrur
- Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi

- „Þeir eru óheiðarlegir“
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- „Það er allt lagt í þetta“