Miðaldakirkja rísi í Skálholti

Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni við hlið Skálholtskirkju.
Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni við hlið Skálholtskirkju. kirkjan.is

Hugmyndir um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti voru kynntar á kirkjuþingi í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, kynnti hugmyndir um að aðilar í ferðaþjónustu og þjóðkirkjan tækju höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að endurreisa þar miðaldadómkirkjuna og reka hana sem sjálfbært menningar- og sýningarhús. Áður hefur verkefnið verið kynnt kirkjuráði, segir á vef kirkjunnar.

Guðjón segir á kirkjan.is að þetta væri áhugaverð nýjung í íslenskri ferðaþjónustu. Miðaldadómkirkjan í Skálholti sé einstæð í evrópskri byggingarsögu og hafi á sínum tíma stærsta timburkirkja Norðurlanda. Kirkjuþing, sem nú er haldið í Grensáskirkju, mun fjalla um málið.

Í greinargerð með verkefninu segir m.a. að Skálholt hafi um sjö aldir verið höfuðstaður Íslands og á miðöldum reist stór dómkirkja úr timbri, sem og á Hólum. Stóðu þær að meðaltali í um 100 ár, en voru þá endurbyggðar, m.a. vegna fúa, foks eða bruna.

„Við fornleifarannsóknir Kristjáns Eldjárns og fleiri í Skálholti 1954-1958 fannst grunnur hinna stærstu þessara kirkja, (Ögmundarkirkju 1527-1567 / Gíslakirkju 1567-1673) og í framhaldinu vann Hörður Ágústsson, listmálari og fræðimaður, frekari rannsóknir á gerð þeirra og útliti. Teikningar að þeim hafa legið fyrir lengi og í Þjóðminjasafni er stórt líkan að miðaldakirkjunni sem um ræðir. Hún var tæplega 50 metra löng, 12 metra breið og 14 metra há á efst í mæni. Þetta voru mestu mannvirki á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggðar og fram á 19. öld, eða í um þúsund ár," segir í greinargerðinni.

Þar segir einnig að miðaldakirkjur hafi verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Evrópu og aðstandendur verkefnisins telja að endurreist miðaldadómkirkja í Skálholti muni vekja mikla athygli og gefa færi á að draga fram merka þætti í sögu þjóðarinnar og Skálholtsstaðar. Sömuleiðis myndi byggingin hafa aðdráttarafl vegna mikillar byggingarsögulegrar sérstöðu.

Hugmyndin er að reka safna- og sýningatengda starfsemi í byggingunni og leita samstarfs við fræði- og listamenn um skreytingu hússins, innihald og dagskrá í því. Aðgangseyrir yrði sambærilegur við önnur söfn og sýningar á landinu. Hún yrði staðsett í Skálholti þar sem vegleiki hennar nyti sín án þess að skyggja á reisn núverandi bygginga á staðnum, eins og segir í greinargerðinni.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins undanfarið ár í samstarfi aðila og þá verið litið til byggingaframkvæmdarinnar sjálfrar, kostnaðar, rekstrarmöguleika, staðsetningar og margs fleira. Að undirbúningnum vinna meðal annars Skálholtsstaður, VSÓ Ráðgjöf og Icelandair Group.

Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni.
Tölvugerð mynd af miðaldakirkjunni. kirkjan.is
mbl.is

Innlent »

Norðmaður vann tvo milljarða

20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu frestað um kosningaaldur

19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Páskar í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...