Byssur í lögreglubílum

mbl.is/Júlíus

Skammbyssur eru þegar í einhverjum hluta lögreglubíla nokkurra lögregluembætta landsins og önnur vinna að því að koma byssum fyrir í bílum eða eru í viðbragðsstöðu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Talsmenn embætta sem hlut eiga að máli segja að helsta ástæðan sé sú að um langan veg geti verið að fara og ekki sé alltaf tími til þess að koma við á stjórnstöð, þar sem byssur eru til staðar. Lögreglan þurfi að sinna öllum málum sem upp komi og nauðsynlegur búnaður verði því að vera fyrir hendi í bílnum. Lögreglumenn séu þjálfaðir til þess að bera vopn og þeir þurfi að hugsa um eigið öryggi.

Sitt sýnist hverjum um hvort lögreglan eigi að bera byssur eða ekki. Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir mikilvægt að fram fari fagleg úttekt, greining á aðstæðum og áhættumat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »