Ætla ekki að tvískatta

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. mbl.is/SteinarH

„Mín viðbrögð eru þau sömu og þau voru í gær, við erum að skoða þetta vandlega og það er ekki okkar ætlun að tvískatta, við erum að horfa til þess að þessir aðilar verða aðilar að viðskiptakerfi  Evrópusambandsins (ETF) árið 2013 þannig að menn verða bara að skoða þetta yfirvegað og menn eru að því,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og bætir við að hún sé sannfærð um að það náist farsæl niðurstaða um kolefnisskattinn.

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að aðilar í kísiliðnaðnum hefðu áhyggjur af því að orðspor landsins og trúverðugleiki þess til að fara í fjárfestingar í svona orkufreknum iðnaði hefði skaðast gríðarlega. Katrín gefur ekki mikið fyrir fullyrðingar þess efnis og bendir á það að Ísland standi vel hvað það varðar að hér á landi sé ágætisskattaumhverfi, boðið sé upp á fjárfestingasamninga í gegnum ívilnandi löggjöf og græna orku fyrir þennan iðnað. Hún bætir við að Ísland sé mjög samkeppnisfært við önnur ríki í þessum efnum.

„Það eru breytingatímar núna vegna þess að við erum að fara inn í viðskiptakerfi Evrópusambandsins og ég tel að þarna höfum við farið aðeins fram úr okkur, það sem er verið að skattleggja í þessum efnum í föstum kolefnum út í Evrópu er á almenna notkun ekki á þá aðila sem falla undir viðskiptakerfið,“ segir Katrín sem bætir við að ákveðið hafi verið að fara inn í viðskiptakerfi ESB árið 2009 í samráði við atvinnulífið og að það hafi engin stefnubreyting orðið á því.

„Það verða engin áform eða núverandi fyrirtæki skattlögð hér landi með þessum hætti,“ segir Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert