Á ekkert í torfhúsi á Grímsstöðum

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert hæft í því að hann eigi hlut í sumarhúsi ásamt Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni, en bústaðurinn er í landi Grímsstaða á Fjöllum. Hann segist hins vegar hafa komið inn í þetta hús.

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fullyrðir á Facebook-síðu sinni að Ögmundur Jónasson eigi ásamt vini sínum Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni hlut í sumarbústað sem er í landi Grímsstaða á Fjöllum.

Mbl.is bar þetta undir Ögmund, en hann sagði engan fót fyrir þessu. „Ég veit hvaða torfhús hann er að tala um og ég hef komið í það hús, en ég á ekkert í því, ekki eina spýtu eða eina torfþöku.“

Í Fréttablaðinu 26. ágúst í fyrra er viðtal við Ævar í tilefni afmælis hans. Þar segir að Ævar ætli að eyða afmælisdeginum „í torfbæ sem hann hlóð með hjálp Ögmundar Jónassonar“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert