Vilja flokksstjórnarfund um ákvörðun Ögmundar

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Þingeyjarsýslu harmar þá ákvörðun innanríkisráðherra að veita Huang Nubo ekki undanþágu frá lögum til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Vill stjórnin að Samfylkingin kalli strax saman flokksstjórnarfund til að fjalla um málið.

Þá lýsir stjórnin furðu sinna á því að ráðherrann hafi ekki talið það ómaksins virði að ræða við Nubo um fyrirætlanir hans um uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ekki verði betur séð en að þessar fyrirætlanir falli eins og flís við rass að hugmyndum stjórnvalda um uppbyggingu ferðaþjónustu allt árið.

„Stjórnin lýsir ógleði sinni yfir því að atvinnuuppbygging í Þingeyjarsýslu skuli vera orðin fórnarpeð í valdatafli Vinstri grænna og beinir því til forystu Samfylkingarinnar að kalla nú þegar saman flokksstjórnarfund. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að viðra skoðanir sínar og taka afstöðu til áframhaldandi  stjórnarsamstarfs flokksins og VG.

Þá beinir stjórnin þeirri auðmjúku bón til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann láti vera að leggja oftar hönd á hleðslu torfbæjar í Þingeyjarsýslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert