Landamæraeftirlit við Hafnarfjörð

Amal Tamimi
Amal Tamimi mbl.is

„Ímyndið ykkur að það væri landamæraeftirlit á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og að þú þyrftir að sækja um leyfi með margra mánaða fyrirvara áður en þú gætir farið að heimsækja frænda eða frænku eða jafnvel foreldra.“ Þetta sagði Amal Tamimi varaþingmaður í umræðum á Alþingi um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.

Amal fæddist í Jerúsalem og var sjö ára þegar Sex daga stríðið braust út árið 1967. „Ég veit hvað hernám þýðir. Ég upplifði hræðilega hluti þegar ég sá og heyrði sprengingar kringum okkur. Ég var hrædd vegna þess að það var ekkert rafmagn. Við vorum í geymslunni undir húsinu okkar. Allir nágrannar okkar voru þar, karlmenn, konur og börn. Sumir vildu flýja frá Jerúsalem, en faðir minn sagði að það væri enginn staður til að fara til. Öll Palestína væri undir yfirráðum Ísraels. Hann missti allt í stríðinu 1948. Hann ákvað frekar að deyja í Jerúsalem en að vera flóttamaður í öðru landi.

Sem betur fer vorum við ekki drepin. Eftir Sex daga stríðið var útgöngubann. Þau sögðu að við mættum ekki fara út úr húsinu vegna þess að þau vildu telja okkur og sjá hvað við værum mörg. Útgöngubannið stóð yfir í um viku tíma.

Bróðir minn, sem kom til Íslands árið 1966 í skoðunarferð, var enn á Íslandi þegar talning fór fram og missti þar með réttindi til að vera í Palestínu. Hann gat ekki komið til baka vegna þess að hann var ekki í landinu þegar Ísrael tók við. Mamma sótti um dvalarleyfi fyrir hann meira en 10 sinnum á þeim forsendum að pabbi væri dáinn og það væri enginn til að sjá um okkur. En það gekk ekki og hann mátti ekki koma aftur til Jerúsalem.

Ísrael var stofnað á þeim forsendum að þeir hefðu verið með landið  fyrir þrjú þúsund árum og þess vegna ættu þeir rétt á að fara til baka, en ekki bróðir minn.“

Amal sagði að flóttakonurnar sem komu til Akraness árið 2008 væru af þriðju kynslóð flóttamanna frá Palestínu. Þær væru ríkisfangslausar.

Amal sagði að þegar hún kom til Íslands árið 1995 hefði hún verið skráð ríkisfangslaus. Hún fékk ríkisborgararétt árið 2002 eftir að hafa sótt um þrisvar. Þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hún hefði haft ríkisfang. Hún sagði það hafa gríðarlega þýðingu fyrir sig að vera með vegabréf. „En ég get ekki farið til Jerúsalem. Samkvæmt lögum í Jerúsalem er ég búin að missa réttindi til að vera Palestínumaður. Ég get farið þangað og dvalið í þrjá mánuði á ferðamannavísa.“

Amal fór til Palestínu í júní og hún sagði að ástandið væri hræðilegt. Hermenn væru út um allt. Ferðalag frá Jerúsalem til Ramallah, sem ætti að taka 15 mínútur, gæti tekið 3-4 klukkutíma. Fólk sem væri á leið í skóla eða vinnu þyrfti að bíða svo lengi til að komast leiðar sinnar.

„Allt sem vantar er mannréttindi og ég vona að með viðurkenningu á Palestínu gefum við fólki frá Palestínu von um bjarta daga,“ sagði Amal.

Síðari umræðu um tillöguna lauk á Alþingi í kvöld en atkvæðagreiðsla fer fram á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Umferðaröngþveiti á Mosfellsheiði

15:04 Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. Meira »

Mikið vatn soðið og flöskum dreift

15:01 „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kærnested deildarstjóri Hjartadeildar Landspítalans um ástandið sem myndaðist eftir að starfsfólk spítalans var beðið um að sjóða allt neysluvatn á spítalanum. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

14:55 „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

Óvissustig vegna snjóflóða í gildi

14:39 Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er ennþá lokaður vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að hægt verði að opna hann í bráð. Meira »

Sáum strax að flugstöðin er sprungin

14:33 Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka vinnu við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 í þessum mánuði ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...