Hækkar leigu á orlofshúsum um 100 kr.

mbl.is

Kennarasamband Íslands hefur hækkað gjaldskrá sína vegna leigu á orlofshúsum um 100 krónur fyrir hverja nótt. Ástæðan er nýr gistináttaskattur sem tekur gildi um áramót.

Skatturinn leggst á alla gistingu sem hótel, gistiheimili, ferða- og útivistarsamtök og orlofssjóðir stéttarfélaga bjóða upp á. Skatturinn er 100 krónur á nótt, en auk þess leggst 7% virðisaukaskattur ofan á þá upphæð.

Gistináttaskattinum skal ráðstafa til uppbyggingar, viðhalds og verndunar fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða en 3/5 hlutar hans eiga að renna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 2/5 hlutar til þjóðgarða og friðlýstra svæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert