Mótmæla lokun á Hellu harðlega

Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og ...
Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni. mbl.is/Eggert

Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps mótmæla harðlega yfirlýsingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um að loka eigi heilsugæslustöðinni á Hellu.

Fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórnunum að heilsugæslustöðin á Hellu þjóni íbúum á stóru svæði í Rangárvallasýslu. Hátt í 2.000 íbúum og hátt í 500 húsa sumarbústaðabyggð auk gríðarlegs fjölda ferðamanna. Að auki sé Stjórnstöð Almannavarna og fjöldahjálparstöð staðsett á Hellu.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að í fréttatilkynningu HSU frá 29. nóvember 2011 hafi hvorki verið lögð fram fagleg eða fjárhagsleg rök til stuðnings þessari tillögu. Það sé því mikilvægt að þau verði unnin af óháðum fagaðilum og lögð fram.

Furðulegt að loka nýrri byggingu

„Á Hellu var nýlega ráðist í byggingu tengibyggingar til að mynda þjónustukjarna sveitarfélagsins, verslunar, heilsugæslu, apóteks o.fl. Framkvæmdin naut stuðnings ríkisvaldsins og var einn megin tilgangurinn með framlaginu að stórbæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að heilsugæslunni og hefur það nú þegar verið gert á myndarlegan hátt. Svo vitnað sé orðrétt til samnings Rangárþings ytra, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins frá 28. des. 2009: „Tilgangurinn með byggingunni er m.a. að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þeirri þjónustu sem rekin er og veitt í framangreindum húsum sérstaklega að því er varðar aðkomu að heilsugæslustöðinni.“ Í samningnum kemur einnig fram að afhending húsnæðisins eigi að vera 31. des. 2011. Það vekur því furðu að á sama tíma og húsnæðið er tilbúið, ákveði forsvarsmenn HSU að leggja til að Heilsugæslustöðinni á Hellu verði lokað,“ segir í yfirlýsingunni.

Sveitarstjórnirnar segja að þessar hugmyndir séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni.

Staðið verði við samkomulag

Fram kemur að forsvarsmenn sveitarstjórnanna hafi fundað með framkvæmdastjórn HSU í dag og komið á framfæri alvarlegum athugasemdum og mótmælum er varði þessa tillögu. Einnig hafi verið óskað eftir fundi með velferðarráðherra.

„Sveitarstjórnirnar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélaganna og annarra þjónustuþega. Þess er því krafist að staðið verði við markmið ofangreinds samnings frá 28. des. 2009 er varðar uppbyggingu á Heilsugæslu á Hellu.

Miðstöð almannavarna er á Hellu og fjöldahjálparstöð sem er hugsuð fyrir Rangárvallasýslu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...