Jarðskjálfti við Akureyri

Jarðskjálfti fannst á Akureyri í kvöld.
Jarðskjálfti fannst á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þrír jarðskjálftar áttu sér stað milli kl. 19:22 og 19:46 í kvöld, 13,6 km austan Akureyrar, nánar tiltekið í Ljósavatnsfjalli. Sá stærsti var 3,2 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni kemur sá fyrsti kl. 19:22 og er hann 3,2 að stærð, sá næsti kemur kl. 19:36 og er 1,5 að stærð og sá þriðji er klukkan 19:46 og er rúmlega 2 að stærð. Tveir þeir stærri eru á um það bil 9 km dýpi og sá minnsti á um 6 km dýpi. Sjaldgæft er að jörð skjálfi á þessu svæði. Ekki hafa mælst frekari jarðhræringar á svæðinu það sem af er kvöldi.

Stóri skjálftinn fannst vel á Akureyri. Íbúi á Akureyri segist hafa fundið hann greinilega, en hann býr efst á Brekkunni. Fyrst kom smá forskjálfti að honum fannst og svo talsvert högg ásamt hljóðbylgju.

Sjá má upptök skjálftanna á korti á þessari slóð: http://hraun.vedur.is/ja/viku/2011/vika_48/nor.gif

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert