ÖBÍ veitir hvatningarverðlaun

Handhafar hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.
Handhafar hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011. Mynd: ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands veitti hvatningarverðlaun sín í dag, á alþjóðadegi fatlaðra. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn, en þau eru veitt einstaklingum, fyrirtækjum og umfjöllunum.

Verðlaunahafi í flokki einstaklinga var Bergþór Grétar Böðvarsson, fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.

Í flokki fyrirtækja / stofnana fékk Hestamannafélagið Hörður verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga og umsjónarfólk þáttarins "Með okkar augum" fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð. í flokki umfjöllunar / kynningar fyrir metnaðarfulla listsköpun í samstarfi við Táknmálskórinn.

Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og verðlaunagripirnir voru hannaðir af Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði.

mbl.is