Ólga vegna ráðherraskipta

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Hugmyndir eru á borðinu um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og færa valdsviðið undir fjármálaráðherra. Það yrði liður í ráðherrakapli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

Árni Páll Árnason viki þá til hliðar og einnig Jón Bjarnason, en þetta er þó háð því að Steingrími takist að vinna málinu nægan stuðning í baklandinu og í þingflokki VG.

Eins og fram kemur í fréttaskýringu í Sunnudagsmogganum er ólga í Samfylkingunni vegna málsins. Sumum líst illa á að Icesave fari aftur undir forræði fjármálaráðherra. Og gagnrýni á það heyrist víðar, m.a. hjá Ólafi Elíassyni, einum forvígismanna InDefence-hópsins. „Það er náttúrlega augljóst að þarna er til staðar mikill siðferðisvandi,“ segir hann. InDefence fundar um málið um helgina, en Ólafur segist fyrir sitt leyti telja að efnahags- og viðskiptaráðherra hafi stýrt málinu skynsamlega. „Hann hefur bent eftirlitsstofnunum á að engin ástæða sé til að fara lengra með málið, Hollendingar og Bretar fái kostnaðinn greiddan vegna neyðarlaganna og sú niðurstaða sé Íslendingum alls ekki að kostnaðarlausu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »