Skatturinn komi niður á neytendum og starfsfólki

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF

„Þetta er mildari aðgerð en jafn arfavitlaus samt sem áður í okkar huga,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja (SSF).

Morgunblaðið greindi frá því í gær að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefði lagt til lækkun fyrirhugaðs fjársýsluskatts á launagreiðslur fjármálafyrirtækja í 5,45% úr 10,5%. Til að vega upp á móti er lagður 6% viðbótarskattur ofan á hagnað fjármálafyrirtækja umfram milljarð. Lífeyrissjóðir verða undanþegnir þessari skattlagningu.

„SFF hafa sett sig gegn slíkum sérstökum launaskatti á starfsfólk fjármálafyrirtækja, fyrst og fremst vegna þess að í honum felast rangir hvatar fyrir fjármálageirann og þar af leiðandi mun skatturinn leiða til óþarfa röskunar í atvinnugreininni. Vissulega er það fagnaðarefni að stjórnvöld hafi verið reiðubúin til þess að koma að einhverju leyti til móts við þá gagnrýni sem hefur verið sett fram og lækkað prósentutöluna. En eftir stendur há skattheimta sem hlýtur að leiða til fækkunar starfsfólks í greininni almennt, bitna á neytendum og raska samkeppni. Steininn tekur úr í þeim efnum nú þegar ákveða á að einungis hluti þeirra sem eru í samkeppni í fasteignalánum og í séreignarsparnaði greiði þennan sérstaka launaskatt,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert