Fjörur þaktar af rotnandi síld

Síld. Úr safni.
Síld. Úr safni. mbl.is/Albert Kemp

Lárus Hallfreðsson bóndi í Ögri, skammt frá Stykkishólmi, fór á föstudag í Sellónseyjar sem tilheyra Ögri. Hann segir fjörur þar þaktar rotnandi síld og mikið sé af síld þar sem hann sá til botns við eyjarnar. Skessuhorn greinir frá þessu og þar kemur einnig fram að um 40 hafernir hafi verið í síldarveislu.

Haft er eftir Lárusi að þarinn í fjörunum hafi líka verið þakinn þykku grútarlagi. Lyktin hafi verið rosaleg. „Þetta náði alveg upp í gras í eyjunum. Ég hef aldrei séð þetta þarna áður,“ segir hann í samtali við Skessuhorn.

Þá segir Jóhann Kjartansson, sem er einn eigenda jarðarinnar Jónsness, að mikið sé af dauðri síld á fjörum þar núna. Haft er eftir Jóhanni að þar sé mikið fuglalíf, en hann sá eina fjörutíu haferni á flugi. Það hafi verið einstök upplifun.

Heimasíða Skessuhorns.

mbl.is

Bloggað um fréttina