Össur fer með Icesave-málið

Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi, ásamt samráðherra …
Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi, ásamt samráðherra sínum Ögmundi Jónassyni. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulega umsjón með málarekstri Íslendinga í Icesave-málinu. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun, að því er fram kemur á vef Rúv.

Mbl.is hefur ekki náð tali af ráðherra eða aðstoðarmanni hans til að fá þetta staðfest, en Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur farið með forsvar íslenska ríkisins í málinu í samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA, frá því að Icesave-samningarnir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl síðastliðinn. Ekki hefur heldur náðst í Árna eða aðstoðarmann hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert