Útgerðir í Eyjum greiða 1.245 milljónir

Þórunn Sveinsdóttir VE
Þórunn Sveinsdóttir VE Af vef LÍÚ

Gangi áform stjórnvalda eftir um 27% veiðigjald af vergri framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári m.v. fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

„Þetta má leiða út úr svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars Kr Guðfinnssonar alþingismanns. Til þess að setja þessa skattgreiðslu í samhengi við áþreifanlegt dæmi,  þá nemur þessi fjárhæð hátt upp í kaupverðið á hinum nýja togara Vestmannaeyinga,  Þórunni Sveinsdóttir VE 401.

Þessi áform stjórnvalda munu hafa mjög alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja og byggðarlög. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrirtækjunum eða þau lendi í þroti," segir á vef LÍÚ.

Listi yfir heimahafnir og  tilgreindar þær fjárhæðir sem viðkomandi útgerðir í viðkomandi byggðarlögum munu greiða, gangi þessi áform eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina