Jata var fyrsta athvarf frelsarans

Jata var fyrsta athvarf frelsarans. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir þetta minni okkur á það að hann var hælislaus í heiminum okkar. „Úthýst úr mannabústöðum þessa heims. Slík eru einatt lífsskilyrði trúar, vonar og kærleika í heiminum okkar.“

Karl birtir pistil á vefnum tru.is þar sem hann gerir jötuna þar sem Jesús fæddist að umfjöllunarefni.

„Þegar fest er kaup á rúmi verður ljóst að rúm er ekki aðeins rúm, allt í einu stendur maður frammi fyrir alls konar útlenskum orðum og skilgreiningum, Queen Size, King Size, og svo merkilegt orð: “Sleeping System!” – svefn-kerfi. Þá versnaði nú í því.

Svo barst mér nú fyrir jólin þessi mynd af fyrsta hæli frelsarans á jörðu, konungs konunganna og drottins drottnanna. Honum var búið rúm í jötu og þar með er til kominn nýr mælikvarði og viðmið í veröldinni, sem kaldhæðnisleg yfirskrift myndarinnar minnir á.

Jata var fyrsta athvarf frelsarans, konungs lífs vors og ljóss. Það minnir okkur á það að hann var hælislaus í heiminum okkar, úthýst úr mannabústöðum þessa heims. Slík eru einatt lífsskilyrði trúar, vonar og kærleika í heiminum okkar.

Jólaguðspjallið er sagan um Guð, hinn æðsta mátt, og um manninn, mig og þig og alla menn öll börn allra alda um allan heim. Hún segir að Guðs son fæðist inn í þennan heim sem heimilislaust barn svo öll jarðarbörn geti eignast heimili og athvarf í heiminum. Mannssálin ber ávallt og alls staðar með sér þá tilfinningu að vera með einhverjum hætti að heiman, í útlegð þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvað það er sem við þráum, okkur er vant, á skortir til að fá frið og fullnægju. Þess vegna kom Jesús til að sýna okkur hvar við erum stödd og hvar leiðina heim er að finna, já, ekki bara sýna okkur heldur fylgja okkur þangað.

Við lifum flest við öryggi og hlýju heimilis og fjölskyldu. Þó vitum við að margir fara á mis við það. Fjöldi fólks mun njóta gestrisni Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld þar sem gott fólk gefur heimilislausum að njóta heimilishlýju og jólagleði. Jólin vekja slíkt til lífs í hugum flestra, þó ekki sé nema skamma hríð. En í þeirri svipan lýkst upp mynd af því hvað gott líf og gott samfélag er og á að vera - líf og samfélag sem er borið uppi af góðvild og örlæti, hógværð og hófsemi, gestrisni og kærleika.

Guð, hinn æðsti máttur, kom sem heimilislaust barn svo við gætum séð og fundið markmið hans og forgangsröðun, konungsríki hans.

Þú átt ef til vill erfitt með að trúa því sem kristnin staðhæfir um barnið í jötunni. En mér þykir líklegra en ekki að þú, meðvitað eða ekki, sért undir áhrifum af þeirri guðsmynd og mannsskilningi og samfélagssýn sem Jesús Kristur færði mannkyni. Með komu hans urðu afgerandi vatnaskil í veraldarsögunni sem er fullkomlega gild ástæða til þess að hugsa sig um tvisvar áður en staðhæfingum trúarinnar er hafnað. Með honum sem fæddist í Betlehem kom nýtt viðmið og mælikvarði inn í þennan heim.

Það sem skilgreinir manninn er ekki það sem hann eða hún á eða gerir. Hin sanna mynd mannsins er ekki konungur eða keisari, ofurhetja eða auðjöfur heldur barn, allslaust og varnalaust barn. Maðurinn ber með sér hvar sem hann fer, mynd Guðs, hversu mjög sem hún hefur verið svívirt og saurguð, eða hulin af heimsins glysi. Við erum öll sköpuð í Guðs mynd segir Biblían. Jesús kom til að minna okkur á það. Við erum í mynd Guðs af því að við erum fær um að elska og líkna og fyrirgefa. Og sönn mennska, heilt og satt mannlegt samfélag er það sem getir allt sem í þess valdi stendur til að vernda hið varnalausa eins og þau María og Jósef gerðu fyrir Jesú litla. Þau brugðust við eins og hlýtt og heilbrigt móðurhjarta og föður býður þeim. Því miður eru ekki allir foreldrar þannig, því miður eru ekki öll þjóðfélög með þeim hætti. Jafnvel okkar þjóð virðist eiga talsvert ólært.

Og hvernig er Guð? Hvernig er hinn æðsti máttur? Kristin trú svarar því: Eins og Jesús Kristur, sem „var í jötu lagður lágt.“ Í hverju barni sjáum við hans mynd, í varnalausu barni sem kallar á og laðar fram viðbrögð góðvildar, tryggðar og umhyggju. Og trúin á hann er þátttaka í konungsríki hans, að staðsetja sig á valdsviði hans, áhrifasviði hans. Og það er ekkert “svefnkerfi,” svæfill né hægindi, heldur ábyrgð og réttur, tign og virðing og auður sem ekkert fær eytt né fellt, vilji konungsins, Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
Og þegar við mætum afstöðu og viðhorfum góðvildar, umhyggju og óeigingirni, fórnfýsi og kærleika þá vitum við að við erum komin heim. Og þegar við bregðumst við sjálf eins og þau María og Jósef þannig að kærleikur, tryggð og umhyggja ráða för, þá vitum við að við getum búið því góða rúm í hjörtum okkar, híbýlum og heimi.

Veri það okkar jólagjöf, jólaósk og jólabæn sjálfum okkur og heimi öllum til handa.“

mbl.is

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Suzuki Swift 2013
Suzuki Swift, skráður 06/2013. Bíll í topp standi, nýskoðaður og með skoðun til ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....