Málið snýst um inngrip í kennslu

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Mál Vantrúar og Bjarna Randvers Sigurvinssonar, kennara við guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ, snýst um hvernig og á hvaða forsendum hægt er að réttlæta inngrip í kennslu á háskólastigi, að mati Jóns Ólafssonar, aðstoðarrektors Háskólans á Bifröst.

„Það snýst um akademískt frelsi. Það er kjarni málsins,“ skrifar Jón í pistli sem hann birtir á heimasíðu sinni. Jón telur að málið hafi frá upphafi verið rekið á röngum forsendum innan Háskóla Íslands og að siðanefnd HÍ hafi farið „í kolranga átt“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert