Fréttaskýring: Ráðherraspilin stokkuð

Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki ...
Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki úr ríkisstjórninni.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar fækkar úr tíu í átta gangi eftir það sem víst þótti í gær, að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, yfirgefi ríkisstjórnina og aðrir komi ekki í þeirra stað.

Nokkurrar óánægju gætti með þessar breytingar innan Samfylkingarinnar, s.s. að veikja ráðuneyti efnahagsmála og einnig með að setja Árna Pál út úr ríkisstjórn. „Þessu verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust,“ sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins.

Mikið var fundað í gær og fram á kvöld en fáir voru tilbúnir að tjá sig undir nafni. „Ég tjái mig ekkert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum innan ríkisstjórnarflokkanna þykir líklegt að á þingflokksfundum stjórnarflokkanna síðdegis í dag verði lagðar fram tillögur um að þessir tveir ráðherrar víki úr embættum.

Stokka upp fyrir Samfylkingu?

Sömu heimildir herma að væntanlega verði einnig stefnt að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis en ekki sé eining um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Árni Páll eða Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra taki við því embætti. Morgunblaðið hefur einnig heimildir úr herbúðum stjórnarflokkanna um að töluverðar líkur séu á auknum úrsögnum úr Vinstri grænum verði Jón Bjarnason látinn víkja úr embætti, enda beri margir flokksmenn mikið traust til hans vegna afstöðu hans til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir blasa við að verið sé að stokka upp í röðum Vinstri grænna að kröfu Samfylkingarinnar. Með ólíkindum sé hvernig formaður og forysta VG láti undan kröfum samstarfsflokksins. „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Samfylkingin hefur hamast á Jóni Bjarnasyni vegna skoðana hans í Evrópusambandsmálum án þess að formaður flokksins svo lítið sem lyfti litla fingri honum til varnar,“ segir Ásmundur Einar, sem áður sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Margir hljóta einnig að spyrja sig hvort þjóðin myndi ekki fremur vilja losna við Jóhönnu og Steingrím en þá ráðherra sem rætt er um að setja út nú.“

Fyrstu tvo dagana eftir að jólahátíðinni lauk áttu oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar þar sem farið var yfir mögulega aðild flokksins að ríkisstjórninni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir viðræðurnar vera á frumstigi og þær geti vart talist formlegar. „Það var farið yfir sjónarmið og hversu langt menn væru tilbúnir að ganga. Ég held að það gefi augaleið að þau væru ekki að tala við okkur nema af því að þau eru að reyna að halda meirihluta. Það er uppi mikil óvissa í stjórnarliðinu vegna fyrirhugaðra breytinga á ráðherraliðinu.“

Gera ekki kröfu til embætta

Þór segir skuldamál heimilanna þránd í götu mögulegs samstarfs.

„Það strandaði á því máli eins og svo mörgum öðrum. Okkur fannst VG og Samfylkingin ekki vera tilbúin að ganga nógu langt í þessum málum,“ segir Þór.

Margrét Tryggvadóttir, flokkssystir Þórs, segir að Hreyfingin eigi að hluta til mikla samleið með stjórnarflokkunum, til dæmis í stjórnarskrármálinu. Hún vísar því á bug að Hreyfingin geri það að kröfu að Jón Bjarnason víki úr stjórninni. „Við höfum ekki gert neina kröfu um að fá sjálf embætti né að ráðherrar víki. Við höfum hins vegar komið því á framfæri að við erum ekki ánægð með stjórn þingsins en höfum ekki minnst á Jón í viðræðunum.“

Flokksstjórn og flokksráð

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð á fund í kvöld og er aðeins eitt mál á dagskrá; áform um breytingar á ríkisstjórn. Flokksráðsfundur VG hefur einnig verið boðaður klukkan 19 í kvöld og er sama mál þar á dagskrá, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

„Nú eins og í september 2010 þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn er boðað til flokksstjórnarfundar,“ segir í auglýsingu á vefsíðu Samfylkingarinnar. Félagar í Samfylkingunni hafa seturétt á flokksstjórnarfundum.

Í flokksráð VG eru kjörnir fjörutíu fulltrúar á landsfundi, en auk þeirra eiga sæti í ráðinu allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, alþingismenn, formaður Ungra vinstri-grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.

Innlent »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann. Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...