Ólína: Skerpa þarf skyldu til að upplýsa um umhverfisvá

Ólína Þorvarðardóttir

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir í grein í Morgunblaðinu í morgun að kadmíum-áburðarmálið sé ljós sönnun þess hversu brýnt sé að skerpa skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa um umhverfisvá og vernda almenning.

 Grein Ólínu hefst á þessum orðum: „Nýjasta sönnun þess hversu brýnt er að auka upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum birtist okkur í kadmíumáburðarmálinu svokallaða. Þegar alltof mikið magn af þungmálminum kadmíum fannst í áburði sem seldur var í fyrra var ekki upplýst um málið – hvað þá gripið til ráðstafana – fyrr en ríflega hálfu ári síðar, löngu eftir að allt efnið var komið á tún og þar með út í vistkerfið. Málsbætur eftirlitsaðila eru þær að ekki hafi þótt bráð hætta á ferðum þar sem einungis hafi verið um einangrað tilvik að ræða og neikvæð áhrif kadmíums séu ekki teljandi nema frávikið endurtaki sig ár eftir ár.“

 Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert