Jón Lárusson í forsetaframboð

Jón Lárusson
Jón Lárusson mbl.is

Jón Lárusson lögreglumaður lýsti því yfir í viðtali á útvarpi Sögu í morgun að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, en kosningar fara fram í sumar.

Eftir því sem best er vitað er Jón fyrsti einstaklingurinn sem tilkynnir opinberlega um framboð.

Jón er fæddur árið 1965 og starfar sem lögreglumaður. Jón hefur einnig látið til sín taka í ýmiskonar samfélagsmálum.

Jón heldur úti vefsíðunni Umbótahreyfingin - nýtt afl.

mbl.is

Bloggað um fréttina