Már í mál við Seðlabankann

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ómar Óskarsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur höfðað mál á hendur Seðlabankanum til að fá launakjör sín leiðrétt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í desemeber og rennur frestur til að skila inn greinargerðum út í þessum mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að Már teldi launakjör sín ekki í samræmi við það sem samið var um, en hann tók við sem seðlabankastjóri í ágúst 2009. Þá sá bankaráð um að semja við hann um kjör og kaup. Kjararáði var hins vegar falið að taka við því verki síðar í sama mánuði og í framhaldinu voru laun seðlabankastjóra lækkuð. Þetta sættist Már ekki á og fer nú fram á leiðréttingu launa sinna fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert