Þingnefndarmenn kallaðir fyrir landsdóm

Andri Árnason og Geir H. Haarde en Andri er verjandi ...
Andri Árnason og Geir H. Haarde en Andri er verjandi Geirs fyrir landsdómi. mbl.is/Rax

Meirihlutinn í níu manna þingnefnd, sem kjörin var til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, verður á meðal þeirra vitna sem Andri Árnason hrl. og verjandi Geirs H. Haarde mun kalla fyrir landsdóm.

„Ég vil ekki tjá mig endanlega um vitnalistann, en reikna með að hann verði birtur þegar nær dregur dómsmeðferðinni og boðanir hefjast,“ segir Andri í samtali við mbl.is.

Tengjast upplýsingum um efnahag bankanna

„Það má hins vegar staðfesta að á listanum eru m.a. aðilar sem tengjast upplýsingum um efnahag bankanna enda ganga tveir ákæruliðir nú út á að Geir hafi átt að hafa áhrif á sölu eigna bankanna á árinu 2008, sem við teljum hafi verið algjörlega óraunhæft á þeim tíma. Síðan er miðað við að þingmenn sem sátu í þingnefndinni og sem lögðu til ákæru, þ.e. þingmenn úr Atla-nefndinni, komi fyrir dóm og geri grein fyrir rannsókn sinni. Mikilvægt er að fara nákvæmlega yfir rannsóknargögnin með viðkomandi þingmönnum, enda önnuðust þeir rannsóknina á meintri ráðherraábyrgð á vegum þingsins.“

Grafalvarlegt að leggja til að menn séu ákærðir

Þá er einnig gert ráð fyrir að nefndarmenn í rannsóknarnefnd Alþingis komi fyrir dóm og geri grein fyrir sínum rannsóknum og niðurstöðum. „Vörnin mun að einhverju leyti miðast við að ekki sé samræmi milli rannsóknargagna sem nú liggja fyrir og niðurstaðna þessara aðila um ábyrgð ákærða,“ segir Andri.

Andri segir mikilvægt að menn átti sig á því að það sé grafalvarlegur hlutur að leggja til að menn séu ákærðir og það verði ekki gert nema að ígrunduðu máli.

„Stefán Már Stefánsson lagaprófessor skrifaði grein í blaðið hjá ykkur í dag, þar sem hann bendir á að ekki séu forsendur í málsskjölunum fyrir þeirri aðgreiningu sem Alþingi greip til þegar ákveðið var hver yrði ákærður. Og Stefán Már bendir á að þingmenn þurfi að byggja ákvörðun sína á raunverulegum sakargiftum á lagalegum grundvelli.“

Andri segir að þingmenn hafi hinsvegar ekki getað metið málið fyllilega, þar sem þeir hafi aðeins haft hluta af gögnum málsins. „Í raun voru þeir aðeins með rannsóknarskýrsluna og örfá önnur skjöl, en aldrei gögnin sjálf. Síðan þegar búið var að ákæra fór saksóknari að kalla eftir gögnum og þá kom ýmislegt í ljós, sem ekki var í samræmi við ályktanir þingnefndarinnar að okkar mati.“

Aðspurður hvort fleiri þingmenn verði kallaðir til sem vitni svarar Andri: „Nei, við höfum haldið okkur við þá þingmenn sem lögðu þetta til. Aðrir komu ekki að rannsókninni með beinum hætti, þó að það hafi verið þeirra að ákveða hvort þeir greiddu atkvæði eða ekki, og það hafi skilað þeirri niðurstöðu að farið var út í breytingar á tillögu þingnefndarinnar án þess að neinar forsendur væru til þess.“

Andri skilaði greinargerð og vitnalista til landsdóms 9. janúar síðastliðinn. Saksóknari er einnig með vitnalista og verða allt í allt fimmtíu manns kallaðir fyrir landsdóm, þar á meðal samráðherrar Geirs og starfsmenn fjármálafyrirtækja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »

Frumvarpið „einn glundroði“

08:18 „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“ Meira »

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

08:15 Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum í vörslu stjórnanda fornleifarannsóknar á Landssímareitnum“ Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...