Tugir greina frá ofbeldi

Landakotsskóli
Landakotsskóli mbl.is/Jim Smart

Sautján hafa gefið sig fram undir nafni til rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar og greint frá ofbeldi af hálfu fyrrverandi starfsmanna kirkjunnar. Þó hafa enn fleiri haft samband án þess að greina frá nafni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fólkið var annaðhvort nemendur við Landakotsskóla eða gestir í sumarbúðunum Riftúni í Ölfusi sem voru reknar af kirkjunni. Rannsóknarnefndin var sett á fót eftir að ásakanir um gróft kynferðislegt ofbeldi, einelti og vanrækslu á hendur fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla fóru að berast frá nemendum skólans og greint var frá í Fréttatímanum.

Nefndin á að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakananna. Greint hefur verið frá því að séra George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Margrét Müller, þýsk kennslukona við skólann, séu sér í lagi borin þungum sökum um gróft ofbeldi af fyrrverandi nemendum og gestum sumarbúðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert