Séra Sigríður í framboð

Sigríður Guðmarsdóttir.
Sigríður Guðmarsdóttir.

Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur við Guðríðarkirkju í Grafarholti, ætlar að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Þetta kom fram í viðtali við hana í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Sigríður er fyrst til að lýsa opinberlega yfir framboði til embættis biskups. Karl Sigurbjörnsson ætlar að láta af embætti biskups á þessu ári. Sigríður er önnur konan til að bjóða sig fram til embættisins, en séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir bauð sig fram fyrst kvenna árið 1997.

Vefur RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert