Séra Sigríður í framboð

Sigríður Guðmarsdóttir.
Sigríður Guðmarsdóttir.

Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur við Guðríðarkirkju í Grafarholti, ætlar að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Þetta kom fram í viðtali við hana í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Sigríður er fyrst til að lýsa opinberlega yfir framboði til embættis biskups. Karl Sigurbjörnsson ætlar að láta af embætti biskups á þessu ári. Sigríður er önnur konan til að bjóða sig fram til embættisins, en séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir bauð sig fram fyrst kvenna árið 1997.

Vefur RÚV

mbl.is