„Ekki á mína ábyrgð“

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir Kristinn Ingvarsson

Ölgerðin fer fram á leiðréttingu frá Þóru Arnórsdóttur, fréttamanni RÚV, vegna viðtals sem tekið var við hana um sölu iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu og birtist á vefmiðlinum PRI The World. Í fréttinni er talað um „Road salt“, eða salt til að bera á vegi. Þóra segist ekki hafa farið rangt með staðreyndir og segist ekki bera ábyrgð á orðalagi þess sem skrifaði fréttina.

Í tilkynningu frá Ölgerðinni, sem flytur inn iðnaðarsaltið, er spurt hvort Íslendingar séu sáttir við að víðlesinn fréttamiðill segi þá hafa borðað götusalt í áraraðir.  

Í fréttinni segir meðal annars: „It seems Icelanders have been seasoning their food with industrial, or road, salt for 13 years without realizing it.“ 

„Ég sagði ekki orð sem var vitlaust að nokkru leyti, þetta var allt saman kórrétt,“ segir Þóra. „Það getur ekki verið á mína ábyrgð hvernig erlendir fréttamenn kynna sínar fréttir. Ég get ekki leiðrétt annarra manna fréttir,“ segir Þóra og segir þá gagnrýni Ölgerðarinnar sem beinist að henni, ekki réttmæta.

Frétt PRI The World

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert