Frávísun felld

Dagskrártillaga felld um að taka þingsályktunartillögu um afturköllun á Landsdómsákæru …
Dagskrártillaga felld um að taka þingsályktunartillögu um afturköllun á Landsdómsákæru gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, af dagskrá þingsins 20. janúar 2012.

Frávísunartillaga um að vísa frá þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að ákæra á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði felld niður, var felld á Alþingi í kvöld. Tillaga Bjarna fær því þinglega meðferð á Alþingi.

Niðurstaða kosningar var að 31 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni en 29 voru henni fylgjandi og fer því tillaga Bjarna til nefndar.

Sjá má hvernig einstakir þingmenn greiddu atkvæði hér.

Þingsalur Alþingis
Þingsalur Alþingis mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert