„Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson bera nú ábyrgð á því að Hrunið verður ekki gert upp. Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi.“

Þannig skrifaði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á Facebook-síðu sína eftir að því var hafnað í atkvæðagreiðslu á Alþingi í kvöld að taka þingsályktunartillögu um að draga til baka landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, af dagskrá þingsins.

„Ég nefni þau vegna þess að þau skiptu um skoðun án málefnalegrar ástæðu og afstaða þeirra er partur af pólitískum sóðaskap,“ skrifar Þór ennfremur.

Facebook-síða Þórs Saari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert