Stefnir í allt að sex biskupskosningar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Sigurgeir

Svo getur farið að sex biskupskosningar fari fram á Íslandi næstu sex mánuðina.

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá embætti frá 30. júní í ár að telja og er gert ráð fyrir að biskupskjör fari fram í mars.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að nýr vígslubiskup á Hólum verði kjörinn ekki síðar en í sumar og verði vígslubiskupinn í Skálholti kjörinn biskup Íslands þurfi að kjósa nýjan vígslubiskup. Fái enginn meirihluta atkvæða þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert