Hart sótt að Ögmundi

Spennuþrungið andrúmsloft var í þingsölum á föstudagskvöld þegar atkvæði voru …
Spennuþrungið andrúmsloft var í þingsölum á föstudagskvöld þegar atkvæði voru greidd um frávísunartillögu í Landsdómsmálinu. mbl.is/Golli

Margir liðsmenn Vinstri grænna eru bálreiðir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir að ætla að styðja tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde falli niður.

Álfheiður Ingadóttir og Þráinn Bertelsson vilja að ráðherrann víki vegna málsins. Í athugasemdum á heimasíðu Ögmundar hella flokksmenn yfir hann fúkyrðum og kalla hann m.a. kvisling.

Í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir, að óljóst sé hve margir stjórnarliðar muni styðja tillögu Bjarna þegar hún kemur til atkvæða eftir umfjöllun í þingnefnd. Samfylkingarmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var staddur í Afríku þegar greidd voru atkvæði á föstudagskvöld um frávísun vegna tillögunnar. Hann segist ekki hafa talið gerlegt að kalla inn varamann, til þess þurfi fjarvist að vara í minnst átta daga. Sigmundur segist myndu hafa greitt atkvæði gegn frávísun og muni styðja tillögu Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kemur saman til fundar á morgun, þriðjudag, til að fjalla um tillögu Bjarna. Formaður hennar, Valgerður Bjarnadóttir, segir að þá verði rætt um málsmeðferð og efnistök. Nefndin muni óska eftir því að fá gesti til fundar en ekki biðja um skriflegar umsagnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »