Ræddu samstarf við Sjálfstæðisflokk

Samfylkingarmenn í Kópavogi komu saman til fundar í kvöld.
Samfylkingarmenn í Kópavogi komu saman til fundar í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fundur var haldinn í Samfylkingarfélagi Kópavogs í kvöld um stöðuna í bæjarmálum. Guðríður Arnardóttir, oddviti flokksins í bæjarstjórn, sagði að það þyrfti ekki glöggan mann til að sjá að við blasti að Samfylkingin ræddi við Sjálfstæðisflokkinn.

Skiptar skoðanir voru á fundinum um hvort eðlilegt væri að Samfylkingin hæfi viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta.

Eftir að Y-listi Kópavogsbúa og Næstbesti flokkurinn slitu samstarfi við Samfylkingu og VG hófu þessir flokkar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta.

Y-listinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að listinn sæi ekki fram á að geta myndað starfhæfan meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Næstbesta flokknum í bæjarstjórn.

Samfylkingin ræddi þessa stöðu á fundinum í kvöld og hvaða möguleikar væru á myndun nýs meirihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert