Hefur náð að safna fyrir aðgerðinni

Guðmundur Felix Grétarsson.
Guðmundur Felix Grétarsson.

Guðmundur Felix Grétarsson, sem stefnir að því að fara til Frakklands í handaágræðslu, segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi náð því markmiði að fjármagna aðgerðina á fullu.

Guðmundur Felix missti báða handleggi í vinnuslysi árið 1998. Hann hóf söfnun fyrir aðgerðinni í september síðastliðnum og hafa nú safnast 40 milljónir sem eiga að nægja.

„Nú er bara að bíða eftir að einn Ítali fái framhandlegg og þá getur kallinn skverað sér til franslands," skrifar Guðmundur á Facebook-vef sinn. Fram hefur komið að ítalskur karlmaður er á undan Guðmundi á biðlista eftir þessari aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert