Ekki rafræn kosning í biskupskjöri

Frá kirkjuþingi.
Frá kirkjuþingi.

Tillaga verður lögð fram á aukakirkjuþingi sem kemur saman 4. febrúar um að ekki verði viðhöfð rafræn kosning við kjör biskups Íslands. Kjörstjórn telur ákveðin tormerki á að kosningar verði rafrænar eins og starfsreglur kveða á um.

Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, hefur boðað til aukakirkjuþings þann 4. febrúar.  Í bréfi hans til þingfulltrúa segir að kjörstjórn hafi sett fram „rökstuddar efasemdir um að fyllilega sé unnt að tryggja óbrigðula framkvæmd rafrænna kosninga samkvæmt starfsreglum nr. 1108/2011 um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Kjörstjórn beinir því til mín sem forseta kirkjuþings að kanna hvort unnt sé að breyta gildandi reglum um rafræna atkvæðagreiðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert