H&M ekki að opna á Íslandi

Árvökull vegfarandi tók þessa mynd á Laugavegi í gær. Svo …
Árvökull vegfarandi tók þessa mynd á Laugavegi í gær. Svo virðist sem þarna sé þó allt í plati. Ljósmynd/Guðmundur

Engar áætlanir eru uppi um að opna H&M-verslun á Íslandi, segir Håcan Andersson, fjölmiðlafulltrúi hjá keðjunni í Svíþjóð en settir hafa verið upp stórir borðar þess efnis í glugga húsnæðisins sem hýsti tískuvöruverslunina 17 á Laugavegi.

Håcan sagðist í samtali við mbl.is í morgun vera kunnugt um auglýsingarnar og verið væri að kanna hver stæði á bak við þær. Það væri þó alveg á hreinu að það sem kæmi fram í gluggunum væri ekki rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert